Enginn í áskrift hjá Alfreð sem kom mörgum á óvart Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 12:30 Alfreð Gíslason hefur verið þjálfari Þýskalands frá því í febrúar á síðasta ári. Getty/Tom Weller Alfreð Gíslason réðst í „róttækar breytingar“ á þýska karlalandsliðinu í handbolta þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira