Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 10:38 Stuðningsmenn Assange fyrir utan Háarétt í London þar sem framsalskrafan er tekin fyrir í morgun. AP/Kirsty Wigglesworth Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira