Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2021 12:14 Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ er afar ósáttur við skrif Páls Vilhjálmssonar en eftir vandlega íhugun hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé vert að reka hann úr starfi. Vísir/egill/fjölbrautarskólinn í garðabæ Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51