Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2021 12:14 Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ er afar ósáttur við skrif Páls Vilhjálmssonar en eftir vandlega íhugun hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé vert að reka hann úr starfi. Vísir/egill/fjölbrautarskólinn í garðabæ Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51