Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og meðal annars rætt við sóttvarnalæknir sem hefur miklar áhyggjur af þróun faraldursins.
Borgarstjóri segir að reikna megi með að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig tökum við stöðuna á kirkjuþingi – þar sem prestar ræða um að fella niður aukagreiðslur fyrir ýmsa þjónustu á borð við útfarir og skírnir. Einnig skoðum við sprengingu í áhuga á varningi tengdum hrekkjavökunni og kíkjum á krúttlega dalmatíuhvolpa.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar Stöðvar 2 og Vísis.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.