Tveir bílar lentu saman og voru tveir sjúkrabílar auk slökkvibíls sendir á vettvang. Hreinsa þurfti veginn í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virtist slysið ekki hafa verið alvarlegt en slasaði gat gengið óstuddur upp í sjúkrabifreiðina.
Árekstur á Lambhagavegi í Úlfarsárdal: Einn fluttur á sjúkrahús

Árekstur varð á Lambhagavegi í Úlfarsárdal um klukkan hálf sex í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var einn fluttur á bráðamóttöku.