Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 10:45 Smituðum hefur fjölgað undanfarið hér á landi og eru nú þrír á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega öndunarerfiðleika. Vísir/Vilhelm Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira