Áhyggjuefni þegar „Pétur og Páll“ eru byrjaðir í offramleiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2021 13:24 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. Úr einkasafni/Vísir/Arnar Formaður Hundaræktarfélag Íslands telur dýralækni hafa gengið fulllangt með því að ráða fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr. Hann telur ræktendur almennt ábyrga, vandamálið liggi í óskráðri offramleiðslu á dýrunum. Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rætt var við Hönnu Maríu Arnórsdóttur dýralækni á Dýraspítalanum í Garðabæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um heilsufarsvanda sem flatnefjaðar hunda- og kattategundir eins og Pug, bolabítar og persar, glíma við vegna óábyrgrar ræktunar í gegnum tíðina. Hún hvatti ræktendur til umhugsunar og réði fólki frá því að kaupa sér slík dýr. Daníel Örn Hinriksson formaður Hundaræktarfélags Íslands segist taka undir málflutning Hönnu - upp að vissu marki. Gríðarleg aukning í vinsældum þessara tegunda hafi bakað dýrunum vandræði. „Þegar Pétur og Páll eru farnir að para hundana sína bara til að para þá og búa til einhverja hvolpa og búa til peninga þá auðvitað er það áhyggjuefni,“ segir Daníel. „Þetta eru tegundir sem er búið að vera að rækta jafnvel í hundruð ára og vandamálin held ég eru að koma upp með offramleiðslu á þessum hundategundum, þar sem ábyrg ræktunarstefna er ekki fyrir hendi og mér fannst hún taka svolítið djúpt í árinni að beina fólki frá því að kaupa þessar hundategundir. Ég myndi alltaf mælast til þess að fólk myndi kynna sér vel ræktandann sem það ætlar að versla við.“ Alveg eins hægt að grípa til útrýmingar Ekki sé hægt að alhæfa að allir hundar með flatt nef séu óheilbrigðir. Daníel telur ekki að leggja ætti bann á ræktun ákveðinna tegunda með ýkt útlitseinkenni, eins og gripið hafi verið til í sumum löndum. „Þá er alveg eins hægt að grípa bara til útrýmingar á hundategundunum, mér fyndist mikið frekar að hundaræktarfélögin og dýralæknar ættu að taka höndum saman og reyna að fara saman að því að bæta heilbrigði þessara tegunda. Og þetta liggur náttúrulega líka hjá þeim sem ætlar að fá sér þessa hundategund, að hann vandi valið.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira