Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 29. október 2021 20:03 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira