Í frétt AP um málið segir að ákvörðunin hafi varið tekin í kjölfar þess að drottningin varði nótt á spítala í Lundúnum á dögunum. Það hafi verið fyrsta sjúkrahúslega drottningarinnar í heil átta ár.
Elísabet önnur hefur haldið starfi sínu áfram frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi en nú mun hún aðeins sinna skrifstofustörfum. Hún mun til að mynda ekki mæta á minningarviðburð fyrir þau sem barist hafa fyrir breska heimsveldið sem haldin verður 13. nóvember.
„Hins vegar er það ætlun drottningarinnar að vera viðstödd þjóðarminningarathöfnina á minningarsunnudag þann 14. nóvember,“ segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.
Elísabet önnur er langlífasti og þaulsetnasti þjóðarleiðtogi Bretlands en hún er 95 ára gömul og á næsta ári mun hún fagna sjötíu ára afmæli valdatöku hennar.