Jónatan Magnússon: KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. október 2021 22:36 Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var súr og svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. vísir/bára Jónatan Magnússon, þjálfari KA var niðurlútur eftir fjórða tap sinna manna í röð. Tapaði KA 28-21 fyrir FH í kvöld. Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“ Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA-manna segist taka það úr þessum leik að lið hans hélst lengur inn í leiknum heldur en síðustu leikjum. „Við vorum ekki búnir að, ólíkt síðasta leik, stimpla okkur út í hálfleik. Við náðum hérna smá vörn í fyrri hálfleik, það er svona það sem ég tek mest út úr þessu. Mér finnst við standa varnarlega mjög vel í fyrri hálfleik og hefði viljað vera með betri stöðu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki góður frekar en í síðustu leikjum.“ Sóknarleikur KA gekk brösuglega fyrir sig í kvöld. „Það segir sig bara sjálft með fjölda marka. Held það sé núna annar leikurinn í röð þar sem skotnýtingin er langt frá því að vera nógu góð. Sóknarleikurinn var ekki góður í dag, erum bara ekki að ná þessari frammistöðu sem við vorum svo mikið að reyna að ná í. Núna er það bara þannig, sjálfstraustið í liðinu er farið að brotna. Akkúrat núna erum við ekki að ná að tengja kafla.“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu mögulega krísu í herbúðum KA í síðasta þætti. Aðspurður hvort sú umræða ætti rétt á sér, svaraði Jónatan Magnússon þessu: „Krísa er eitthvað þegar gengur ekki vel. Þegar maður er ekki að vinna handboltaleiki þá er engin ánægður og sérstaklega við þjálfarar og leikmenn, sem stöndum í þessu. Við erum ekki ánægðir að ná ekki að sýna það sem við getum, það er það sem við erum að vinna í. Hvað sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja eða ekki segja, þá er það alveg ljóst að þeir leikmenn sem ég er með hérna í liði, við viljum gera betur og strákarnir geta betur.“ „Það er engin skömm að tapa hérna fyrir FH á útivelli. Það er svolítið bara brotið sjálfstraustið í hópnum og það er það sem við þurfum að vinna í núna að finna aftur það. Ég meina, allan fyri hálfleikinn erum við virkilega að berjast og það er það sem mér fannst jákvætt miðað við það sem mér fannst upp á síðkastið, fjara undan okkar leik frekar snemma.“ „Núna var þetta leikur lengur og við erum sjálfum okkur verstir það er alveg ljóst hvernig við glötum niður góðum stöðum og færanýting í seinni hálfleik o.fl.. Ef það er eitthvað sem tengist KA, því sem ég hef staðið fyrir þá er það þegar á móti blæs þá þýðir ekkert að leggjast niður og grenja. Þetta er erfitt verkefni og það er verk að vinna. Við fáum núna góða pásu, það er að koma landsleikjapása.“ „KA-menn hafa hingað til ekki gefist upp, en núna þurfum við hins vegar virkilega að leita að þessu DNA okkar KA-manna til þess að kalla fram frammistöðu til að vinna, það kemur.“
Handbolti KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 28-21 | KA-krísan heldur áfram Í kvöld fór fram leikur FH og KA í sjöttu umferð Olís-deildar karla, í Kaplakrika. Leiknum lauk með sigri heimamanna, 28-21. Fjórða tap KA í röð staðreynd. 29. október 2021 21:58