Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 22:48 Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórsara, var svekktur með tap sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna. Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði. Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Fannst Bjarka úrslitin gefa ranga mynd af leiknum? „Nei nei við vorum bara að spila við hörkulið og þeir áttu miklu meira bensín en við í lokin og það er það sem kannski fór með okkur, við erum að keyra þetta mikið á sömu mönnum.” Stjörnumenn voru lítið að hitta úr opnum skotum, sérstaklega fyrir utan, í fyrri hálfleik og segir Bjarki það hafi verið útslagið þegar þessir boltar fóru að detta ofan í seinni hálfleik. „Já þeir auðvitað fóru að svínhitta, þeir hittu ekki neitt í fyrri hálfleik og það auðvitað hjálpaði okkur. Við skorum 34 stig í fyrri hálfleik, við skorum 34 stig í seinni hálfleik, og það vantar bara smá svona sóknarpunch í okkur.” Greint var frá því í dag á vefsíðunni Akureyri.net að tveir erlendir leikmenn Þórs, þeir Jordan Connors og Jonathan Lawton, séu á heimleið og spili ekki meira með félaginu þar sem þeir eru báðir meiddir í einn til tvö mánuði og þurfa Þórsarar liðsstyrk fyrr en heldur en það. Bjarki segir leitina að nýjum leikmönnum ekki ganga neitt alltof vel en er þó bjarstsýnn á að finna leikmenn í þessar stöður. „Jú jú, það eru auðvitað ótal leikmenn á lausu og svona og við erum bara að skoða okkar möguleika en ég held að það sé ekki aðalatriðið núna, aðalatriðið er bara að fókusa á þessa 12 sem voru hér í hóp og ég er rosalega stoltur af þeim, þeir lögðu allt sitt í leikinn og gáfu allt í þetta og það er bara frábært.” Varnarleikurinn virkaði oft Vel hjá Þór en fjaraði aðeins undan þegar skotin fóru að detta meira hjá Stjörnunni í seinni hálfleik. „Bara ágætur, við vorum að taka líka smá áhættur á að hver myndi hitta og hver myndi ekki hitta eins og við gerum nú stundum og það var að ganga til að byrja með en svo bara til dæmis fór Gunni að svínhitta og kláraði þetta bara fyrir þá.” David Gabrovsek var rosalegur undir körfunni hjá Stjörnunni og endaði með 20 stig og 11 fráköst þrátt fyrir að spila aðeins í 21. mínútu. Var ekkert hægt að ráða betur við hann? „Jú hugsanlega, við hefðum getað farið að tvöfalda meira kannski á hann en við gerðum en hann er samt að skora mikið svona eftir sóknarfráköst. Mér fannst Baldur bara standa sig ágætlega á honum en aðrir áttu eiginlega bara ekki roð í hann svo við þurftum að nota Baldur mikið á hann.” „Að sjálfsöfðu, ég var mjög stoltur bara með frammistöðuna þannig séð, hvað leikmenn lögðu sig fram, við höfum átt betri leiki og munum eiga betri leiki en þetta er líka bara hluti af því að vaxa og stækka sem leikmenn og lið”, sagði Bjarki að lokum, stoltur af sínu liði.
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira