Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 16:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af eða á varðandi nýtt forsetaframboð strax. Þá myndi hann missa frjálsan aðgang að pólitískum sjóðum sínum. AP/Ross D. Franklin Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. Þrátt fyrir það er forsetinn fyrrverandi að nota bæði Facebook og Save America til að fjármagna framboð sitt með krókaleiðum. Krókaleiðar þessar byggja þar að auki á lygum Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og spillingu og það að Trump sé réttmætur forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post hefur Save America varið meira en hundrað þúsund dölum á viku að undanförnu í auglýsingar á Facebook. Margar þessara auglýsinga snúast um að biðja stuðningsmenn Trumps um peninga til að berjast gegn þeirri spillingu og kosningasvikum sem Trump segir sig hafa kostað sigur í forsetakosningunum í fyrra. Talsmaður Facebook sagði þessar auglýsingar leyfðar því hann væri ekki að birta þær persónulega og þær. Save America kostar auglýsingarnar en allar fjárveitingar fara í aðra sjóði sem Trump er frjálst að nota peningana að vild. Það er þar til hann tilkynnir nýtt framboð, ef hann gerir það, en þá þarf hann aftur að stofna nýja sjóði. Ekki vitað hve stórir sjóðirnir eru Eins og fram kemur í frétt Washington Post segir að ekki liggi fyrir hve miklum peningum Trump sitji á. Hann þurfi einungis að gera grein fyrir sjóðum sínum tvisvar sinnum á ári. Síðast gerði hann það í júlí og þá átti hann 9,5 milljarða króna og það bara í sjóði Save America. Hann á aðra sjóði. Sjá einnig: Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Þeim fjármunum safnaði hann einnig á grunni ósanninda um forsetakosningarnar sem hann tapaði fyrir Joe Biden. WP hefur þó eftir ráðgjöfum Trumps að hann hafi ítrekað verið að safna meira en milljón dölum á viku og allt að tveimur milljónum. Ein milljón dala samsvarar um 130 milljónum króna. Ætlar ekkert að tilkynna strax Repúblikanar sem rætt var við en vildu ekki koma fram undir nafni segja Trump vera sjúga til sín peninga frá öðrum málefnum flokksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Þá hafi Trump varið litlu sem engu af eigin peningum í að reyna að færa sönnur fyrir því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í fyrra. Aðrir bandamenn hans hafa reynt að gera það en án nokkurs árangurs. Sjá einnig: Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Bidens Trump var spurður að því í september hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur í kosningunum 2024. Þá sagðist hann ekki mega tala um það, vegna laga um fjármögnun framboða. Viðmælendur Washington Post segja Trump ekki ætla að staðfesta eitt né neitt á næstu mánuðum. Ef hann tilkynni svo annað framboð muni hann færa peninga sína í nýja óháða sjóði svo hægt sé að nota þá til að styðja framboð hans. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þrátt fyrir það er forsetinn fyrrverandi að nota bæði Facebook og Save America til að fjármagna framboð sitt með krókaleiðum. Krókaleiðar þessar byggja þar að auki á lygum Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og spillingu og það að Trump sé réttmætur forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post hefur Save America varið meira en hundrað þúsund dölum á viku að undanförnu í auglýsingar á Facebook. Margar þessara auglýsinga snúast um að biðja stuðningsmenn Trumps um peninga til að berjast gegn þeirri spillingu og kosningasvikum sem Trump segir sig hafa kostað sigur í forsetakosningunum í fyrra. Talsmaður Facebook sagði þessar auglýsingar leyfðar því hann væri ekki að birta þær persónulega og þær. Save America kostar auglýsingarnar en allar fjárveitingar fara í aðra sjóði sem Trump er frjálst að nota peningana að vild. Það er þar til hann tilkynnir nýtt framboð, ef hann gerir það, en þá þarf hann aftur að stofna nýja sjóði. Ekki vitað hve stórir sjóðirnir eru Eins og fram kemur í frétt Washington Post segir að ekki liggi fyrir hve miklum peningum Trump sitji á. Hann þurfi einungis að gera grein fyrir sjóðum sínum tvisvar sinnum á ári. Síðast gerði hann það í júlí og þá átti hann 9,5 milljarða króna og það bara í sjóði Save America. Hann á aðra sjóði. Sjá einnig: Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Þeim fjármunum safnaði hann einnig á grunni ósanninda um forsetakosningarnar sem hann tapaði fyrir Joe Biden. WP hefur þó eftir ráðgjöfum Trumps að hann hafi ítrekað verið að safna meira en milljón dölum á viku og allt að tveimur milljónum. Ein milljón dala samsvarar um 130 milljónum króna. Ætlar ekkert að tilkynna strax Repúblikanar sem rætt var við en vildu ekki koma fram undir nafni segja Trump vera sjúga til sín peninga frá öðrum málefnum flokksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Þá hafi Trump varið litlu sem engu af eigin peningum í að reyna að færa sönnur fyrir því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í fyrra. Aðrir bandamenn hans hafa reynt að gera það en án nokkurs árangurs. Sjá einnig: Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Bidens Trump var spurður að því í september hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur í kosningunum 2024. Þá sagðist hann ekki mega tala um það, vegna laga um fjármögnun framboða. Viðmælendur Washington Post segja Trump ekki ætla að staðfesta eitt né neitt á næstu mánuðum. Ef hann tilkynni svo annað framboð muni hann færa peninga sína í nýja óháða sjóði svo hægt sé að nota þá til að styðja framboð hans.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23
Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02
Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01