Anníe fylgdi eftir góðu gengi frá fyrsta degi, en keppt var í þrem greinum í gær. Hún hafnaði í þriðja sæti í fyrstu grein dagsins, því sjötta í annarri, og gerði sér lítið fyrir og sigraði í seinustu grein dagsins sem var „The Mule“.
Katrín Tanja Davíðsdóttir situr í 15. sæti listans, en Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun og er fallin niður í 19. sæti.
Í karlaflokki situr Björgvin Karl Guðmundsson í áttunda sæti.
Eins og áður segir fer lokadagur mótsins fram í dag, en keppt verður í tveimur greinum. Sú fyrri heitir „Chipper“, en sjöunda og seinasta grein mótsins hefur ekki enn verið afhjúpuð. Upplýsingar um „Chipper“ og aðrar greinar mótsins má nálgast hér.