„Fólk bara gefst upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:23 Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni, er orðin langþreytt á ástandinu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45