Hákon Arnar var eini Íslendingurinn í byrjunarliði FCK en Andri Fannar Baldursson var á bekknum. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahóp liðsins að þessu sinni.
Jens Stage kom heimamönnum yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn og Hákon Arnar tvöfaldaði forystuna þegar rétt tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Staðan 2-0 í hálfleik.
Jonas Wind gerði endanlega út um leikinn með marki á 63. mínútu og unnu heimamenn þægilegan 3-0 sigur. Andri Fannar lék síðustu 18 mínútur leiksins fyrir FCK en á sama tíma var Hákon Arnar tekinn af velli.
Var Hákon Arnar valinn maður leiksins að honum loknum. Sigurinn þýðir að FCK er með 28 stig að loknum 14 leikjum, sex stigum minna en topplið Midtjylland.
85. Tillykke, Hákon - jeres suveræne vinder af Carlsbergs Man of the Match med over 700 stemmer. Han hyldes højlydt og velfortjent fra fansene nu #fcklive #fckvb 3-0 pic.twitter.com/xOGlLoB2gU
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) October 31, 2021
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð milli stanga toppliðsins er það vann 3-1 útisigur á Randers fyrr í dag.