Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 12:00 Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar segir Sólveigu njóta mikils stuðnings stjórnar Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu. Ólga innan Eflingar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook seint í gærkvöld, þar sem hún sagði trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar hafa borið sig þungum sökum í ályktun sem samþykkt var í júní. Ályktunin hafi verið undirrituð af trúnaðarmönnum og sett fram fyrir hönd starfsmanna. Efling hefur ekki viljað verða við beiðni um afhendingu ályktunarinnar en Sólveig Anna segir í færslu sinni að ályktunin hafi ekki verið sannleikanum samkvæm og skrifuð af miklu dómgreindarleysi. Viðar Þorsteinsson tilkynnti svo um afsögn sína sem framkvæmdastjóri í morgun. Hvorugt þeirra hefur svarað fyrirspurnum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tjáir sig ekki um framhaldið hjá sér Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, segist styðja ákvörðunina en vill að öðru leyti ekki tjá sig frekar. „Allir í stjórninni fyrir utan einn standa þétt við bakið á Sólveigu,“ segir Agnieszka. Aðspurð hvort ákvörðun Sólveigar hafi komið henni á óvart vill hún ekki tjá sig nánar um málið. Þá vill hún ekki upplýsa um hvort hún sjálf muni fylgja Sólveigu og Viðari eftir. Og þannig hafa svör allra, bæði innan Eflingar og ASÍ verið gagnvart fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Heimildir fréttastofu herma að stjórnin hafi komið saman í gær þar sem Sólveig gerði tilraun til að fá áframhaldandi stuðning innan stéttarfélagsins. Þær tilraunir virðast ekki hafa borið árangur. Von á yfirlýsingu frá Guðmundi Upphaf málsins má rekja til ályktunarinnar í júní, þar sem Sólveig Anna er meðal annars sögð halda svokallaðan aftökulista. Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, óskaði eftir upplýsingum um málið en var neitað. Hann fór því með málið í fjölmiðla á föstudag. Sólveigu barst síðan fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Guðmundur Baldursson sagði í samtali við fréttastofu í morgun að von væri á yfirlýsingu frá honum í dag þar sem fram kæmi hans hlið á málinu.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira