Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk á skrifstofu Eflingar ályktaði um stjórnarhætti formannsins í sumar. Einn stjórnarmanna reyndi að fá upplýsingar um þá ályktun en aðrar stjórnarmenn hvetja hann nú til að segja af sér. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint í gærkvöldi. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist ætla að fylgja henni frá félaginu. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Aðrir stjórnarmenn sendu frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem þeir hafna því að stjórnin hafi nokkru sinni fengið ályktun starfsfólksins frá trúnaðarmönnum. Stjórnin fjalli um mál sem séu lögð fyrir hana en einstakir stjórnarmenn eigi ekki að krefjast umfjöllunar um mál sem varða starfsmenn og gögn um þá sem þeir hafi ekki óskað eftir. „Slík vinnubrögð eru að okkar mati ekki eðlileg heldur ofríki,“ segir í yfirlýsingu meirihluta stjórnar Eflingar sem ellefu stjórnarmenn skrifa undir. Segja Guðmund hafa ófrægt sig áður Mótmæla stjórnarmennirnir ellefu því að Guðmundur hafi rætt opinberlega um mál félagsins og vísað í umræður á stjórnarfundum. Það segja þeir trúnaðarbrest við stjórn félagsins. Saka stjórnarmennirnir Guðmund um að hafa „ófrægt“ aðra stjórnarmenn á opinberum vettvangi áður með ásökunum um að þeir bæru ekki hag félagsmanna fyrir brjósti. Dregur stjórnarmeirihlutinn hollustu Guðmundar við Eflingu í efa í ljósi þess að hann hafi talað fyrir því að hagsmunum hópbifreiðastjóra væri betur borgið með stofnun eigin félagsins. „Við hvetjum Guðmund til að segja sig úr stjórn Eflingar og láta verða af hugmyndum sínum um stofnun nýs klofnings-stéttarfélags [sic],“ segir í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Agnieszka Ewa Ziółkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Eva Ágústsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Felix Kofi Adjahoe, Innocentia Fiati, Kolbrún Valvesdóttir, Michael Bragi Whalley, Stefán E. Sigurðsson, Zsófía Sidlovits ogJóna Sveinsdóttir.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31