Biðjast afsökunar á að ekki sé fullt hjólastólaaðgengi á COP26 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 11:34 Karine Elharrar (t.v.) gat ekki mætt á COP26 ráðstefnuna í Glasgow í Skotlandi í gær vegna aðgengisleysis. Svo virðist þó sem hún hafi getað mætt í morgun ef marka má þessa mynd sem James Cleverly birti á Twitter í dag. Twitter/James Cleverly Breska ríkisstjórnin hefur beðið ísraelskan ráðherra afsökunar á því að hann hafi ekki getað mætt á COP26 ráðstefnuna í gær þar sem ekki var aðgengi fyrir fólk í hjólastól. Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow. COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Karine Elharrar, innviða- og orkumálaráðherra Ísarels, tísti í gær að það væri sorglegt að sjá að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki fullt aðgengi að viðburðum. Ísraelska sendinefndin hefur nú kvartað formlega til skipuleggjenda vegna aðgengisleysisins. אל COP26 הגעתי כדי להפגש עם מקביליי בעולם ולקדם מאבק משותף במשבר האקלים. עצוב שהאו״ם המקדם נגישות לאנשים עם מוגבלויות, בשנת 2021, לא דואג לנגישות באירועיו.מקווה שיופקו הלקחים הנדרשים כדי שמחר קידום אנרגיות ירוקות, הסרת חסמים והתייעלות באנרגיה יהיו הדברים שאתעסק בהם.— קארין אלהרר 🟠 Karine Elharrar (@KElharrar) November 1, 2021 George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna málsins og tilkynnti að búið væri að biðja Elharrar afsökunar, en hún notast við hjólastól. Elharrar gat ekki verið viðstödd ráðstefnunni COP26 í gær en James Cleverly, þingmaður í breska þinginu, tísti í morgun mynd sér og Elharrar frá ráðstefnunni, og virðist því búið að bæta aðgengið. Great to talk to Israel’s Energy Minister @KElharrar at @COP26 this morning about green energy generation and using technology to wean the world off hydrocarbons. pic.twitter.com/5xv9J5A8FX— James Cleverly🇬🇧 (@JamesCleverly) November 2, 2021 Eustice hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir ummæli sín vegna málsins en hann sagði í útvarpsviðtali að ísraelska sendinefndin hefði átt að láta vita að einn þeirra manna væri með „sérþarfir.“ „Það fór greinilega eitthvað úrskeiðis þarna og starfsmennirnir vissu ekki af þessu þannig að ekki var búið að gera ráðstafanir á þeim viðburði sem hún ætlaði að mæta á.“ „Ég veit að á flestum öðrum staðsetningum er fulllt aðgengi. Þessi staða kom upp vegna þess að hún fór að inngangi þar sem ekki var aðgengi,“ sagði Eustice í útvarpsviðtalinu. George Eustice has just told @BBCr4today that the Israelis ‘failed to communicate the access needs’ for @KElharrar.Not the most gracious of responses for the #COP26 host to blame the guest.— Sarah Ludford 🔶🇬🇧🇪🇺 (@SarahLudford) November 2, 2021 Samkvæmt frétt Times of Israel hafði Elharrar beðið í tvo klukkutíma fyrir utan fundarstaðinn í Glasgow en þurfti að lokum að snúa aftur á hótelið sitt í Edinborg, sem er í 80 km fjarlægð frá Glasgow.
COP26 Ísrael Bretland Jafnréttismál Tengdar fréttir Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20 Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18 Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna Um það bil 1 milljarður barna er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar. 2. nóvember 2021 10:20
Brasilía á meðal þeirra ríkja sem heita því að stöðva skógareyðingu Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar ætla að skrifa undir loforð um stöðvun skógareyðingar fyrir árið 2030 og uppgræðslu skóga. Þetta er fyrsti stóri samningurinn sem gerður er á COP26 loftslagsráðstefnunni sem nú fer fram í Glasgow. 2. nóvember 2021 07:18
Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. 1. nóvember 2021 22:47
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent