Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 00:09 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars. Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars.
Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46