Ég segi Já Maggi! Jón Ingi Gíslason skrifar 3. nóvember 2021 13:01 Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar