Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri mæta í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 12 á hádegi. Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála. Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ólgan innan Eflingar verður til umræðu í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð2/Vísi klukkan tólf á hádegi í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín Guðmund Baldursson stjórnarmann í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóra sem báðir hafa leikið stór hlutverk í hræringunum innan félagsins undanfarnar vikur. Í gærkvöldi sendu Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofu Eflingar yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem þær fullyrða að eftir að þær sendu formanni og framkvæmdastjóra ályktun í sumar um líðan starfsmanna hafi þær verið algjörlega hunsaðar af formanninum og framkvæmdarstjóra Eflingar. Það væri fáheyrt að stjórnendur réðust á trúnaðarmenn innan eigins stéttarfélags með þeim hætti sem átt hefði sér stað. Viðar segir þetta hins vegar rangt og vísar til þess að málið hafi verið rætt í stjórn félagsins. Eftir fund hans og formannsins með trúnaðarmönnum hinn 16. júní hafi ályktun þeirra verið rædd á fundi stjórnar hinn 22. júní. Í tölvupósti sem Viðar sendi trúnaðarmönnunum tveimur dögum eftir stjórnarfundinn segir hann niðurstöðu stjórnarfundarins hafa verið að ekki væri nauðsynlegt að leggja ályktun trúnaðarmanna fyrir stjórnina. Á stjórnarfundinum hjá Eflingu í dag verður samkvæmt heimildum fréttastofunnar einnig lagt til að trúnaðarráð félagsns sem í sitja um hundrað fulltrúar verði kallað saman til að ræða framhald mála.
Pallborðið Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. 4. nóvember 2021 06:00
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09