Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 18:01 Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Mynd/Skjáskot Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. „Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
„Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira