„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:12 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. „Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
„Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira