„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:12 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. „Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
„Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira