Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 10:02 Kóralrifið mikla er eitt líffræðilega fjölbreyttasta svæði á jörðinni. Það er svo stórt að það sést frá geimnum. Vísir/EPA Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes. Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes.
Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent