Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsæti Subway-deildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:35 Kristófer Breki var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. Breiðablik byrjaði ágætlega og komst í 10-5 en heimamenn svöruðu með tíu stiga áhlaupi og leiddu 30-22 eftir fyrsta leikhluta. Kristófer Breki Gylfason fór mikinn í fyrsta leikhlutanum og var kominn með 10 stig eftir fimm mínútur. Grindvíkingar héldu forystunni í öðrum leikhluta, komust þá mest sautján stigum yfir og leiddu 59-44 í leikhléi. Miklu munaði á hittni liðanna í hálfleiknum en á meðan þriggja stiga nýting Grindvíkinga var 50% var hún 19% hjá gestunum. Í þriðja leikhluta gerðu svo Grindvíkingar út um leikinn. Þeir náðu 27 stiga forskoti og eftir það áttu gestirnir lítinn möguleika á að koma til baka. Þeir náðu áhlaupi þegar heimamenn voru örlítið kærulausir í sókninni en munurinn fór aldrei niður fyrir tíu stigin. Fjórði leikhluti var svo lítið spennandi. Kristófer Breki hélt áfram að setja stig og undir lokin fengu leikmenn sem lítið hafa spilað að spreyta sig. Lokatölur 100-84 og heimamenn fögnuðu því að vera komnir í toppsæti deildarinnar. Af hverju vann Grindavík? Í upphafi hittu þeir mun betur en gestirnir sem voru þó að fá opin skot. Gestirnir réðu ekkert við Ivan Aurrecoechea og Kristófer Breka sem fóru fyrir sínum mönnum. Heimamenn nýttu sér vel yfirburði Aurrecoechea sem er svo duglegur að finna menn opna fyrir utan þriggja stiga línuna. Það munaði miklu um það hjá Breiðablik að Hilmar Pétursson átti ekki sinn besta leik í kvöld. Hann hefur verið frábær hjá Breiðablik það sem af er tímabilinu en heimamenn héldu honum algjörlega niðri í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Eins og áður segir var Kristófer Breki frábær hjá Grindavík. Hann skoraði 10 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins og endaði leikinn með 26 stig, 8 fráköst og 31 framlagspunkta. Hann hitti úr sex af átta þriggja stiga skotum og ofan á allt þetta spilaði hann fínan varnarleik. Ivan Aurrecoechea var sömuleiðis mjög góður eins og hann hefur verið á tímabilinu. Hann skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Breiðablik var Everage Richardsson stigahæstur með 21 stig og Sinisa Bilic skoraði 20. Hvað gekk illa? Blikar náðu ekki að koma Hilmari inn í leikinn en hann hefur verið þeirra besti maður á tímabilinu. Nýting gestanna var döpur lengst af, sérstaklega í byrjun en þá voru þeir að klikka á opnum þriggja stiga skotum trekk í trekk. Hvað gerist næst? Grindavík er á leið í lengri pásu en önnur lið deildarinnar og leika ekki næst fyrr en 18.nóvember þegar þeir halda á Ísafjörð og mæta Vestra. Breiðablik mætir Þór frá Þorlákshöfn á fimmtudaginn og það má slá því föstu að það verður mikið skorað í þeim leik enda tvö frábær sóknarlið þar á ferð. Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar.Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. Pétur: Ekki hægt að ætlast til þess að við komum hingað og vinnum Pétur sagði að hann hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá sínum mönnum gegn Grindavík í kvöld.Vísir / Daníel Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að hittni hans manna hafi verið munurinn á þeim og Grindvíkingum í kvöld en Blikar töpuðu 100-84 í HS Orku-höllinni. „Við hittum ekki mikið og þeir hittu vel. Þeir reyndu að hægja á leiknum og það er erfitt að vera alltaf að reyna að ná honum upp. Við tókum tíu fleiri skot en þeir og með betri hittni hefði þetta orðið meira spennandi leikur,“ sagði Pétur í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Blikar áttu í erfiðleikum með Ivan Aurrecoechea undir körfunni og Pétur sagði ekki mikið hægt að gera til að ráða við hann. „Það er bara að fá einhvern svipaðan eða stærri leikmann en það er ekki í boði. Okkar plan er að keyra hraðann upp og skilja þá eftir eða láta þá bara skora tvö stig og við þrjú á móti. Þegar við hittum ekki og þeir hitta eins og brjálæðingar þá er þetta svolítið erfitt.“ „Annars var það miklu frekar Kristófer Breki sem var vandamálið hjá okkur í kvöld. Þeir eru að spila rosalega vel núna og hafa verið að spila vel. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við komum hingað og vinnum þá en ég hefði viljað aðeins betri frammistöðu,“ sagði Pétur að endingu. Subway-deild karla Breiðablik UMF Grindavík Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. 5. nóvember 2021 20:10
Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. Breiðablik byrjaði ágætlega og komst í 10-5 en heimamenn svöruðu með tíu stiga áhlaupi og leiddu 30-22 eftir fyrsta leikhluta. Kristófer Breki Gylfason fór mikinn í fyrsta leikhlutanum og var kominn með 10 stig eftir fimm mínútur. Grindvíkingar héldu forystunni í öðrum leikhluta, komust þá mest sautján stigum yfir og leiddu 59-44 í leikhléi. Miklu munaði á hittni liðanna í hálfleiknum en á meðan þriggja stiga nýting Grindvíkinga var 50% var hún 19% hjá gestunum. Í þriðja leikhluta gerðu svo Grindvíkingar út um leikinn. Þeir náðu 27 stiga forskoti og eftir það áttu gestirnir lítinn möguleika á að koma til baka. Þeir náðu áhlaupi þegar heimamenn voru örlítið kærulausir í sókninni en munurinn fór aldrei niður fyrir tíu stigin. Fjórði leikhluti var svo lítið spennandi. Kristófer Breki hélt áfram að setja stig og undir lokin fengu leikmenn sem lítið hafa spilað að spreyta sig. Lokatölur 100-84 og heimamenn fögnuðu því að vera komnir í toppsæti deildarinnar. Af hverju vann Grindavík? Í upphafi hittu þeir mun betur en gestirnir sem voru þó að fá opin skot. Gestirnir réðu ekkert við Ivan Aurrecoechea og Kristófer Breka sem fóru fyrir sínum mönnum. Heimamenn nýttu sér vel yfirburði Aurrecoechea sem er svo duglegur að finna menn opna fyrir utan þriggja stiga línuna. Það munaði miklu um það hjá Breiðablik að Hilmar Pétursson átti ekki sinn besta leik í kvöld. Hann hefur verið frábær hjá Breiðablik það sem af er tímabilinu en heimamenn héldu honum algjörlega niðri í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Eins og áður segir var Kristófer Breki frábær hjá Grindavík. Hann skoraði 10 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins og endaði leikinn með 26 stig, 8 fráköst og 31 framlagspunkta. Hann hitti úr sex af átta þriggja stiga skotum og ofan á allt þetta spilaði hann fínan varnarleik. Ivan Aurrecoechea var sömuleiðis mjög góður eins og hann hefur verið á tímabilinu. Hann skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Breiðablik var Everage Richardsson stigahæstur með 21 stig og Sinisa Bilic skoraði 20. Hvað gekk illa? Blikar náðu ekki að koma Hilmari inn í leikinn en hann hefur verið þeirra besti maður á tímabilinu. Nýting gestanna var döpur lengst af, sérstaklega í byrjun en þá voru þeir að klikka á opnum þriggja stiga skotum trekk í trekk. Hvað gerist næst? Grindavík er á leið í lengri pásu en önnur lið deildarinnar og leika ekki næst fyrr en 18.nóvember þegar þeir halda á Ísafjörð og mæta Vestra. Breiðablik mætir Þór frá Þorlákshöfn á fimmtudaginn og það má slá því föstu að það verður mikið skorað í þeim leik enda tvö frábær sóknarlið þar á ferð. Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar.Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. Pétur: Ekki hægt að ætlast til þess að við komum hingað og vinnum Pétur sagði að hann hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá sínum mönnum gegn Grindavík í kvöld.Vísir / Daníel Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að hittni hans manna hafi verið munurinn á þeim og Grindvíkingum í kvöld en Blikar töpuðu 100-84 í HS Orku-höllinni. „Við hittum ekki mikið og þeir hittu vel. Þeir reyndu að hægja á leiknum og það er erfitt að vera alltaf að reyna að ná honum upp. Við tókum tíu fleiri skot en þeir og með betri hittni hefði þetta orðið meira spennandi leikur,“ sagði Pétur í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Blikar áttu í erfiðleikum með Ivan Aurrecoechea undir körfunni og Pétur sagði ekki mikið hægt að gera til að ráða við hann. „Það er bara að fá einhvern svipaðan eða stærri leikmann en það er ekki í boði. Okkar plan er að keyra hraðann upp og skilja þá eftir eða láta þá bara skora tvö stig og við þrjú á móti. Þegar við hittum ekki og þeir hitta eins og brjálæðingar þá er þetta svolítið erfitt.“ „Annars var það miklu frekar Kristófer Breki sem var vandamálið hjá okkur í kvöld. Þeir eru að spila rosalega vel núna og hafa verið að spila vel. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við komum hingað og vinnum þá en ég hefði viljað aðeins betri frammistöðu,“ sagði Pétur að endingu.
Subway-deild karla Breiðablik UMF Grindavík Tengdar fréttir Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. 5. nóvember 2021 20:10
Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. 5. nóvember 2021 20:10
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti