Veltir fyrir sér hvort Sancho og Grealish væru betur settir hjá hinu Manchester-liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 08:00 Jadon Sancho og Jack Grealish í leik með enska landsliðinu. Mike Egertonl/Getty Images Manchester City og Manchester United festu bæði kaup á enskum landsliðsmönnum í sumar. Jack Grealish kom til Man City frá Aston Villa og Jadon Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira