Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þorgils Jónsson skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast kl. 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast kl. 18:30. vísir

Í kvöldfréttum segjum við frá ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar vegna þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem heilbrigðisráðherra ákvað að grípa til í dag vegna mikillar aukningar á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Sóttvarnalæknir óttast að neyðarástand skapist á sjúkrahúsum landsins og segir núverandi bylgju faraldursins þá stærstu frá upphafi.

Efast má um að öll atkvæði hafi verið endurtalin í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum sem send hefur verið öllum þeim sem mætt hafa fyrir nefndina. Ef boðað verður til uppkosninga í kjördæminu myndu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig sitt hvorum þingmanninum á kostnað Pírata og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Skerðingar Tryggingastofnunar éta um stærstan hluta af auknum réttindum ellilífeyrisþega til greiðslna sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greindi frá í vikunni. Skerðingin getur orðið upp á allt að 75 prósentum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×