Brighton og Newcastle skildu jöfn eftir hundrað mínútna leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 19:30 Robert Sanchez, markvörður Brighton, fékk að líta rauða spjaldið. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fjörugum leik þar sem VAR lék stórt hlutverk. Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Í beinni: Arsenal - PSV | Önnur markaveisla hjá Skyttunum? Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Í beinni: Arsenal - PSV | Önnur markaveisla hjá Skyttunum? Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti