Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 07:01 Valtteri Bottas verður á ráspól í dag EPA-EFE/David Guzman Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag. Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bottas, sem er í þriðja sætinu í stigakeppni ökuþóra ók brautina í gær á tímanum 1:15.875 og skaut þar með liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, ref fyrir rass. Hamilton, sem er sigursælasti ökumaður sögunnar varð annar á tímanum 1:16.020 og þar með er Mercedes með fyrstu tvo bílana í ræsingunni. Max Verstappen, sem leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með tólf stiga forskot á Hamilton náði þriðja sæti á tímanum 1:16.225. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í fjórða sæti. Tímatakan sjálf var æsispennandi þar sem Verstappen leiddi lengst af. En í kjölfar áreksturs hjá Lance Stroll hjá Aston Martin þurfti að gera rúmlega hálftíma hlé. Eftir hléið tókst bæði Hamilton og Bottas að ná betri tíma. Mercedes eru í efsta sæti í liðakeppninni og Red Bull eru í öðru sæti.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira