Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 07:30 Gylfi Þór segir farsóttarhúsin við það að springa. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. „Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira