Arnór spilaði í endurkomusigri Venezia á Roma Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 13:15 Mattia Caldara kom Venezia í 1-0 EPA-EFE/ALESSIO MARINI Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik í leik Venezia og Roma sem var leikinn á Pier Luigi Penzo vellinum í Feneyjum í dag. Venezia lenti undir í leiknum en vann að lokum 3-2 sigur. Ófarir José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma, halda áfram. Eftir að hafa gert jafntefli við Bodø/Glimt í vikunni þá misstu lærisveinar hans í Roma niður 1-2 forystu og töpuðu fyrir spræku liði Venezia. Arnór Sigurðsson spilaði 45 mínútur fyrir Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður. Venezia byrjaði leikinn betur og komst yfir á 3. mínútu leiksins. Þar var að verki Mattia Caldara sem skoraði eftir fyrirgjöf frá nafna sínum Mattia Aramu. Fínt mark og Roma strax í vandræðum. Roma svöruðu þó fyrir sig og leiddi 1-2 í hálfleik. Fyrst skoraði Elder Shomurodov á 43. mínútu með skoti úr teignum eftir mikinn darraðadans þar sem varnarmenn Roma litu ekkert sérstaklega vel út. Það var svo í uppbótartíma fyrri háfleiks sem Tammy Abraham skoraði frábært mark. Tók vel á móti boltanum undir pressu og skoraði. They re just a fashion brand. #ArancioNeroVerde pic.twitter.com/J9fs4Leigt— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) November 7, 2021 Í siðari hálfleiknum voru heimamenn sterkari. Mattia Aramu skoraði úr víti á 65. mínútu og jafnaði leikinn í 2-2 en það var síðan David Okereke sem skoraði sigurmarkið með frábæru skoti eftir að hafa sloppið einn í gegn og fleiri urðu mörkin ekki. Flottur sigur Feneyjarmanna, 3-2. Venezia er eftir sigurinn í 14. sæti í Serie A en Roma er í 5. sæti heilum tólf stigum á eftir toppliðunum. Ítalski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira
Ófarir José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma, halda áfram. Eftir að hafa gert jafntefli við Bodø/Glimt í vikunni þá misstu lærisveinar hans í Roma niður 1-2 forystu og töpuðu fyrir spræku liði Venezia. Arnór Sigurðsson spilaði 45 mínútur fyrir Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður. Venezia byrjaði leikinn betur og komst yfir á 3. mínútu leiksins. Þar var að verki Mattia Caldara sem skoraði eftir fyrirgjöf frá nafna sínum Mattia Aramu. Fínt mark og Roma strax í vandræðum. Roma svöruðu þó fyrir sig og leiddi 1-2 í hálfleik. Fyrst skoraði Elder Shomurodov á 43. mínútu með skoti úr teignum eftir mikinn darraðadans þar sem varnarmenn Roma litu ekkert sérstaklega vel út. Það var svo í uppbótartíma fyrri háfleiks sem Tammy Abraham skoraði frábært mark. Tók vel á móti boltanum undir pressu og skoraði. They re just a fashion brand. #ArancioNeroVerde pic.twitter.com/J9fs4Leigt— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) November 7, 2021 Í siðari hálfleiknum voru heimamenn sterkari. Mattia Aramu skoraði úr víti á 65. mínútu og jafnaði leikinn í 2-2 en það var síðan David Okereke sem skoraði sigurmarkið með frábæru skoti eftir að hafa sloppið einn í gegn og fleiri urðu mörkin ekki. Flottur sigur Feneyjarmanna, 3-2. Venezia er eftir sigurinn í 14. sæti í Serie A en Roma er í 5. sæti heilum tólf stigum á eftir toppliðunum.
Ítalski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira