Eitt „hæ“ getur skipt sköpum Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 8. nóvember 2021 07:00 Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun