Byrgjum eineltisbrunninn Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið. Eineltið getur því gert viðkomandi berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi og jafnvel sjúkdómum. Forvarnir gegn einelti eru því forvarnir gegn svo mörgu öðru. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leik- og grunnskólum, svo og frístundaheimilum og dagforeldrum upp á verkefni sem miðar að því að búa börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Verkefnið nefnist Vinátta - Fri for Mobberi, er danskt að uppruna og er byggt á rannsóknum. Fjólublái bangsinn Blær sem er táknmynd Vináttu býr nú í meira en 65% leikskóla landsins ásamt hjálparböngsunum litlu sem börnin eiga. Blær hjálpar til við að byggja upp samkennd, kenna börnunum umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, virðingu fyrir hverjum og einum, umhyggju og hugrekki til að setja sér mörk og bregðast við órétti. Til þess notar Blær fjölbreytt Vináttu námsefni frá Barnaheillum. Nú hefur Blær jafnframt tekið sér bólfestu í um 30% grunnskóla. Blær brúar því bilið milli leik- og grunnskóla í fjölmörgum sveitarfélögum og skólahverfum. Samkvæmt Vináttu er einelti samfélagslegt, félagslegt og menningarlegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því þarf ávallt að vinna með hópinn sem heild. Öll börn eiga rétt á að tilheyra hópi, tilheyra samfélagi og að vera virt að eigin verðleikum. Jarðvegur skapast fyrir einelti þegar eitt eða fleiri börn óttast að þau verði útundan í hópnum, útundan í leik, ekki tekið mark á tillögum þeirra eða skoðunum. Því skapast togstreita og valdabarátta innan hópsins, barátta um vinsældir. Þessi togstreita getur jafnvel varað árum saman og stuðlað að goggunarröð og útilokun. Ýmislegt er notað sem fóður eða réttlæting fyrir útilokun eða einelti og fer það algjörlega eftir hentugleika, stað og stund, hver sem er getur orðið skotspónn hverju sinni. Vinátta er í senn námsefni og verkfæri til að brjóta upp slæm samskiptamynstur og aðferðir við að koma í veg fyrir útilokun og einelti. Mörg þúsund kennarar og aðrir starfsmenn skóla hafa sótt námskeið um Vináttu á vegum Barnaheilla undanfarin ár og innleitt hugmyndafræðina í skólastarfið. Það hefur sannarlega skilað sér. Börnin sýna hvert öðru meiri tillitssemi og umhyggju. Þau hughreysta félaga sína oftar og hafa frumkvæði að því að grípa inn í ef þau verða vitni að ranglæti. Þau öðlast hugrekki og kjark til að skipta sér af – segja „stopp“ og þau taka stundum sjálf ábyrgð á að miðla málum þegar kemur upp ósætti. Allir þessir starfsmenn skóla eiga sannarlega þakkir skilið. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla og samfélagsins alls í Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun