Þrátt fyrir að Man United hafi tapað fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum er Norðmaðurinn öruggur í starfi og talið öruggt að hann verði enn við stjórnvölin er liðið mætir Watford eftir landsleikjahléið.
Í frétt Sky Sports segir hins vegar að margir leikmenn séu farnir að efast um hvort Solskjær sé rétti maðurinn til að koma liðinu aftur á beinu brautina.
Töpin gegn Liverpool og Man City á Old Trafford hafi kveikt áhyggjur og virðist sem leikmenn séu ósáttir með leikaðferðina sem lagt var upp með í leikjunum sem töpuðust 0-5 og 0-2.
Solskjær sjálfur segist ekki finna fyrir pressu frá forráðamönnum félagsins en viðurkennir að staðan sé ekki ásættanleg.
Manchester United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum 11 leikjum.