Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Solveig Lára Guðmundsdóttir þegar hún var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar. Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára. Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára.
Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum