Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Solveig Lára Guðmundsdóttir þegar hún var vígð til biskupsdóms á Hólum. Hér er hún með Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra. Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar. Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára. Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Aðeins þriðjungur svarenda í nýjum þjóðarpúls Gallup sagðist bera mikið traust til Þjóðkirkjunnar en rúmlega þriðjungur lítið traust. Þá sögðust aðeins fimmtán prósent ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en 27 prósent óánægð. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og staðgengill biskups, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að lykillinn að þessari slæmu útkomu væri að fólk þekki ekki það mikla starf sem væri unnið í söfnuðum landsins. Sagði hún enga gagnrýni heyrast frá fólki sem hafi virkilega verið í tengslum við þjóðkirkjuna og hafi þurft að leita til hennar, meðal annars um sálgæslu presta eða athafnir. Benti hún einnig á að frá hruni hafi traust almennings á opinberum stofunum hríðlækkað. Sagðist Solveig Lára telja þörf á dýpri könnun þar sem traust til stofnana væri kannað almennt en einnig sérstaklega á meðal fólks sem tekur þátt í starfi kirkjunnar. Ungt fólk veit ekki af þjónustu kirkjunnar Spurð að því hvers vegna fólk leitaði ekki til Þjóðkirkjunnar til að svala andlegri þörf sagði Solveig Lára að kirkjan byði upp á alls kyns þjónustu til að svara þeirri þörf. „Ef við horfum á síðustu tuttugu árin hefur náttúrulega heil kynslóð vaxið úr grasi sem hefur ekki lært til dæmis neinar biblíusögur eða fengið neina kristindómsfræðslu og þá kannski veit ungt fólk ekki að kirkjan er að bjóða upp á þetta og fylla upp í þessa andlegu þörf sem þau eru að leita eftir,“ sagði vígslubiskup. Gekk hún lengra og tengdi þetta við geðheilsu ungs fólks. „Aukinn kvíði hjá ungu fólki og svona, við verðum að skoða þetta allt í samhengi,“ sagði Solveig Lára.
Þjóðkirkjan Trúmál Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira