Þá fjöllum við um störf undirbúningskjörbréfanefndar sem enn ræður ráðum sínum um úrslit kosninganna, ekki síst um framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Að auki segjum við frá atviki í Osló í morgun þar sem lögregla skaut mann til bana í miðborginni og heyrum í forstöðumanni hagfræðideildar Landsbankans um þá gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar faraldursins og hefur leitt til vöruskorts um allan heim.