Armbönd Marie Antoinette seljast fyrir milljarð króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:03 Armböndin tvö eru úr 112 demöntum. EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI Tvö demantsarmbönd sem eitt sinn voru í eigu síðustu drottningar Frakklands, Marie Antoinette, hafa verið seld á uppboði í Sviss fyrir rúmar átta milljónir dollara, eða rúman milljarð króna. Armböndin keypti nafnlaus maður, sem bauð í armböndin í gegn um síma. Marie Antoinette sendi armböndin úr landi áður en hún var handtekin og tekin af lífi í frönsku byltingunni. Þeim var smyglað úr landi og voru geymd af fjölskyldu hennar í meira en tvær aldir. Þetta er fyrsta skiptið sem armböndin, sem eru úr 112 demöntum, hafa verið boðin upp til sölu og seldust þau fyrir tvöfalt hærri upphæð en búist var við. Á þesu málverki sést Marie Antoinette bera umrædd armbönd um arma sína.Getty/Leemage „Armböndin minna okkur á mikilvægt tímabil í franskri sögu, á glamúr, dýrð og drama,“ sagði Francois Curiel, forstöðumaður uppboðshússins Christie's í Evrópu. Marie Antoinette fæddist í Austurríki árið 1755 og var send til Frakklands fjórtán ára gömul til að giftast Loðvík XVI verðandi konungi. Hún var tekin af lífi í fallöxi árið 1793, nokkrum mánuðum eftir að Loðvík var tekinn af lífi. Marie var fremur óvinsæl meðal fransks almúga, sem taldi hana eyðslusama og hafa slæm áhrif á konunginn. Á meðan hún beið aftöku sinnar í fangelsi sendi Marie bréf til dóttur sinnar um að hún hefði sent kistu fulla af skartgripum sem þyrfti að gæta. Marie Therese, eftirlifandi dóttir hennar, tók á móti skartgripunum þegar hún kom sjálf til Austurríkis, samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu. Frakkland Kóngafólk Sviss Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Armböndin keypti nafnlaus maður, sem bauð í armböndin í gegn um síma. Marie Antoinette sendi armböndin úr landi áður en hún var handtekin og tekin af lífi í frönsku byltingunni. Þeim var smyglað úr landi og voru geymd af fjölskyldu hennar í meira en tvær aldir. Þetta er fyrsta skiptið sem armböndin, sem eru úr 112 demöntum, hafa verið boðin upp til sölu og seldust þau fyrir tvöfalt hærri upphæð en búist var við. Á þesu málverki sést Marie Antoinette bera umrædd armbönd um arma sína.Getty/Leemage „Armböndin minna okkur á mikilvægt tímabil í franskri sögu, á glamúr, dýrð og drama,“ sagði Francois Curiel, forstöðumaður uppboðshússins Christie's í Evrópu. Marie Antoinette fæddist í Austurríki árið 1755 og var send til Frakklands fjórtán ára gömul til að giftast Loðvík XVI verðandi konungi. Hún var tekin af lífi í fallöxi árið 1793, nokkrum mánuðum eftir að Loðvík var tekinn af lífi. Marie var fremur óvinsæl meðal fransks almúga, sem taldi hana eyðslusama og hafa slæm áhrif á konunginn. Á meðan hún beið aftöku sinnar í fangelsi sendi Marie bréf til dóttur sinnar um að hún hefði sent kistu fulla af skartgripum sem þyrfti að gæta. Marie Therese, eftirlifandi dóttir hennar, tók á móti skartgripunum þegar hún kom sjálf til Austurríkis, samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu.
Frakkland Kóngafólk Sviss Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira