Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 15:00 Deron Williams og Frank Gore frá þeim dögum sem þeir spiluðu í NBA og NFL. Samsett/Getty Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore. NFL NBA Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore.
NFL NBA Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira