Guðni sækir friðarráðstefnu í París og fundar með Macron Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2021 14:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun meðal annars eiga fund með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur til Parísar á morgun þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu, Paris Peace Forum, í boði Emmanuels Macrons Frakklandsforseta. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Guðni muni eiga tvíhliða fundi með Macron og Maia Sandu, forseta Moldóvu. „Síðdegis býður sendiráð Íslands í París til móttöku þar sem forseti flytur erindi um sýnileika smáþjóða í alþjóðastarfi – nauðsyn þess og áskoranir. Loks mun forseti sitja kvöldverð í Elysée-höll, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum, í boði Frakklandsforseta. Að morgni föstudagsins 12. nóvember sækir forseti ráðstefnuna Green Hydrogen Symposium sem fram fer í Lúxemborgarhöll. Þar verður fjallað um framþróun á sviði vetnismála í Frakklandi og á Íslandi. Öldungadeild franska þingsins stendur fyrir vetnisráðstefnunni, í samvinnu við fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París, og mun forseti flytja erindi um orkuskipti og áskoranir í þeim efnum. Ráðstefnuna sækja einnig fulltrúar franskra orkufyrirtækja og forstjórar Landsvirkjunar, Grænvangs og HS Orku á Íslandi. Síðdegis á föstudag heldur forseti á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer annað hvert ár og er að þessu sinni haldin samhliða 75 ára afmælishátíð stofnunarinnar. Forseti flytur stutt ávarp á aðalráðstefnunni, en Ísland er nú í framboði fyrir hönd Norðurlandanna til framkvæmdastjórnar UNESCO árin 2021–2025. Á vettvangi afmælisviðburðar UNESCO mun forseti eiga tvíhliða fundi með Alar Karis, nýkjörnum forseta Eistlands, og Salome Zourabichvili, forseta Georgíu,“ segir í ferð forseta til Frakklands. Forseti Íslands Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að Guðni muni eiga tvíhliða fundi með Macron og Maia Sandu, forseta Moldóvu. „Síðdegis býður sendiráð Íslands í París til móttöku þar sem forseti flytur erindi um sýnileika smáþjóða í alþjóðastarfi – nauðsyn þess og áskoranir. Loks mun forseti sitja kvöldverð í Elysée-höll, ásamt öðrum þjóðhöfðingjum, í boði Frakklandsforseta. Að morgni föstudagsins 12. nóvember sækir forseti ráðstefnuna Green Hydrogen Symposium sem fram fer í Lúxemborgarhöll. Þar verður fjallað um framþróun á sviði vetnismála í Frakklandi og á Íslandi. Öldungadeild franska þingsins stendur fyrir vetnisráðstefnunni, í samvinnu við fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París, og mun forseti flytja erindi um orkuskipti og áskoranir í þeim efnum. Ráðstefnuna sækja einnig fulltrúar franskra orkufyrirtækja og forstjórar Landsvirkjunar, Grænvangs og HS Orku á Íslandi. Síðdegis á föstudag heldur forseti á aðalráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer annað hvert ár og er að þessu sinni haldin samhliða 75 ára afmælishátíð stofnunarinnar. Forseti flytur stutt ávarp á aðalráðstefnunni, en Ísland er nú í framboði fyrir hönd Norðurlandanna til framkvæmdastjórnar UNESCO árin 2021–2025. Á vettvangi afmælisviðburðar UNESCO mun forseti eiga tvíhliða fundi með Alar Karis, nýkjörnum forseta Eistlands, og Salome Zourabichvili, forseta Georgíu,“ segir í ferð forseta til Frakklands.
Forseti Íslands Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira