Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:29 Skjálftinn varð við Vatnafjöll sunnan af Heklu klukkan 13:21. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira