Fyrr í dag var greint frá því að Hannes Þór og Valur hefðu gert með sér starfslokasamning, og í kjölfarið á því birtist tilkynning á Twitter-síðu félagsins þar sem segir að Hannes hafi hreinlega verið rekinn frá félaginu.
Eins og áður segir hafa Valsmenn nú sen frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að fyrirsögn fyrri tilkynningar lýsi á engan hátt starfslokum Hannesar hjá Val. Þá kemur einnig fram að Valur hafi haft samband við Hannes og beðist afsökunnar.
Misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða um starfslok Hannesar Þór Hallsórssonar voru birt fyrir mistök á twitter síðu Valur fótbolti. Þessi fyrirsögn lýsir á engan hátt starfslokum Hannesar hjá Val sem voru í mesta bróðerni. 1/2
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) November 11, 2021
Afsökunarbeiðni Valsmanna
„Misheppnaður einkahúmor sjálfboðaliða um starfslok Hannesar Þór Hallsórssonar voru birt fyrir mistök á facebook síðu Valur fótbolti. Þessi fyrirsögn lýsir á engan hátt starfslokum Hannesar hjá Val sem voru í mesta bróðerni.“
„Valur fótbolti hefur haft samband við Hannes Þór og beðist afsökunar, jafnframt biðjum við alla aðra hluðaðeigandi velvirðingar.“