Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.

Heilbrigðisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn vera orðinn nokkuð stjórnlausan. Metfjöldi smitaðra af veirunni kalli á hertar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir undirbýr minnisblað til ráðherrans.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður farið yfir stöðuna með forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem segir ekkert hálfkák duga þar sem faraldurinn sé kominn úr böndunum. Farsóttarnefnd Landspítalans sendi í dag frá sér ákall um hertar aðgerðir.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Suðurlandi þar sem fólk fann fyrir hressilegum skjálfta í dag. Við fáum einnig til okkar Pál Einarsson jarðfræðing til þess að greina jarðhræringarnar.

Einnig skoðum við aðstæður og aðbúnað í Reynisfjöru þar sem banaslys varð í gær, sláumst í för með undirbúningskjörbréfanefnd - sem fór í aðra vettvangsferð í Borgarnes í dag og ræðum við Neytendasamtökin um svikaafslætti á degi einhleypra.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×