Innlent

Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landspítalinn er á hættustigi og álagið mikið.
Landspítalinn er á hættustigi og álagið mikið. Vísir/Vilhelm

Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn.

Í gær var greint frá því að tveir sjúklingar og fimm starfsmenn geðdeildar Landspítalans hefðu greinst með kórónuveiruna. Þá var seinna greint frá því að sjúklingur á heila- og taugaskurðdeild spítalans hefði greinst með Covid-19.

Í gær lágu sextán sjúklingar inni en þrír voru í öndunarvél.

Ríflega 40 manns voru í sérstöku eftirliti göngudeildar í gær.

„Álag á COVID göngudeild og rakningateymi spítalans er orðið gríðarlegt. Farsóttanefnd hefur miklar áhyggjur af stöðunni og álítur að herða þurfi takmarkanir í samfélaginu strax, ef takast eigi að ná utan um þessa bylgju. Þegar smit er jafn útbreitt og raun ber vitni um eru margfaldar líkur á að fá smit inn í starfsemi Landspítala með starfsmönnum, sjúklingum og gestum. Því er nauðsynlegt að takmarka umferð um spítalann eins og hægt er með því að leysa mál í gegnum síma og fjarfundi þar sem því verður við komið,“ sagði í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans.


Tengdar fréttir

Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði

Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu.

Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax

Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×