Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en ríkisstjórnin situr nú á fundi í Tjarnargötu og ræðir minnisblað sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands.

Við segjum frá niðurstöðu þess fundar að því gefnu að fundi ljúki fyrir hádegið. Einnig veðrur rætt við gjörgæslulækni á Landspítalanum sem segir gríðarlegt álag á gjörgæslunni vegna umgangspesta sem leggist alvarlega á börn. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum.

Ennfremur tökum við stöðuna á skjálftavirkni á Suðurlandi en rúmlega þrjúhundruð eftirskjálftar hafa komið eftir stóra skjálftann í gær.

Einnig heyrum við í Íslandsstofu, en ný auglýsing frá Inspired by Iceland þar sem gert er góðlátlegt grín að Mark Zuckerberg eiganda Facebook hefur vakið athygli og hefur Zuckerberg sjálfur meðal annars tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×