„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 14:28 Bubba Morthens telur okkur Íslendinga komna út á hálan ís og fordæmir samkomutakmarkanir sem hann segir frelsisskerðingu. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira