Breytt dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með landsliði Portúgals. Getty/Tim Clayton Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld þar sem að viðureign Portúgals og Serbíu í undankeppni HM 2022 var bætt við dagskrána. Lokaumferð undankeppni HM 2022 hefst í dag og verða tveir úrslitaleikir um laust sæti í lokakeppninni í Katar í kvöld. Í B-riðli eigast við lið Spánar og Svíþjóðar og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Spánn er með eins stigs forystu á Svíþjóð og dugar því jafntefli til að tryggja sér farseðilinn til Katar. Svíar þurfa að vinna leikinn sem fer fram í Sevilla og hefst klukkan 19.45. Í A-riðli er staðan æsispennandi. Portúgal og Serbía eru bæði með sautján stig á toppi riðilsins og mætast í kvöld. Portúgal er með betri markatölu og nægir því jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og sæti á HM 2022. Leikur Portúgals og Serbíu verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia verða í eldlínunni í stórslag í ACB-deildinni klukkan 17.30 er þeir mæta stórliði Barca. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Tveir leikir eru svo sýndir í NFL-deildinni bandarísku í kvöld og verða á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 18.00 eigast við Washington Football Team og ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers en að honum loknum mætast Green Bay Packers og Seattle Seahawks. Í NBA-deildinni eigast við Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs klukkan 20.30. Vegna ofangreindra breytinga verður hann sýndur á Stöð 2 Vísir. Á Stöð 2 Sport verður einnig breyting þar sem að fresta þurfti leik Fram og Vals í Olísdeild karla. Í staðinn verður sýnt beint frá viðureign Selfoss og Víkings klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport. Næstsíðasta mót ársins á LPGA-mótaröðinni lýkur í kvöld þegar lokakeppnisdagurinn á Pelican Women's Championship fer fram. Bein útsending frá honum verður á Stöð 2 Golf. Á sama tíma verður bein útsending frá lokakeppnisdeginum á Houston Open á PGA-mótaröðinni og verður hann sýndur á Stöð 2 Esport. Bein útsending frá Turf-deildinni í Rocket League verður á rafíþróttavef Vísis. Yfirlit yfir beinar útsendingar dagsins: Stöð 2 Sport19.20 Selfoss - Víkingur (Olís deild karla) Stöð 2 Sport 213.50 Króatía - Rússland (Undankeppni HM 2022)16.50 Armenía - Þýskaland (Undankeppni HM 2022)19.35 Spánn - Svíþjóð (Undankeppni HM 2022)21.45 Markaþáttur HM 2022 Stöð 2 Sport 317.20 Barca - Valencia Basket (ACB)19.35 Portúgal - Serbía (Undankeppni HM 2022) Stöð 2 Sport 418.00 Washington - Tampa Bay (NFL)21.20 Green Bay - Seattle (NFL) Stöð 2 Vísir20.30 LA Lakers - SA Spurs (NBA) Stöð 2 Golf18.00 Pelican Women's Championship (LPGA) Stöð 2 Esport18.00 Houston Open (PGA) Vísir.is19.00 Turf-deildin (Rocket League) NBA NFL Olís-deild karla Golf HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Lokaumferð undankeppni HM 2022 hefst í dag og verða tveir úrslitaleikir um laust sæti í lokakeppninni í Katar í kvöld. Í B-riðli eigast við lið Spánar og Svíþjóðar og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Spánn er með eins stigs forystu á Svíþjóð og dugar því jafntefli til að tryggja sér farseðilinn til Katar. Svíar þurfa að vinna leikinn sem fer fram í Sevilla og hefst klukkan 19.45. Í A-riðli er staðan æsispennandi. Portúgal og Serbía eru bæði með sautján stig á toppi riðilsins og mætast í kvöld. Portúgal er með betri markatölu og nægir því jafntefli til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og sæti á HM 2022. Leikur Portúgals og Serbíu verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia verða í eldlínunni í stórslag í ACB-deildinni klukkan 17.30 er þeir mæta stórliði Barca. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Tveir leikir eru svo sýndir í NFL-deildinni bandarísku í kvöld og verða á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 18.00 eigast við Washington Football Team og ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers en að honum loknum mætast Green Bay Packers og Seattle Seahawks. Í NBA-deildinni eigast við Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs klukkan 20.30. Vegna ofangreindra breytinga verður hann sýndur á Stöð 2 Vísir. Á Stöð 2 Sport verður einnig breyting þar sem að fresta þurfti leik Fram og Vals í Olísdeild karla. Í staðinn verður sýnt beint frá viðureign Selfoss og Víkings klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport. Næstsíðasta mót ársins á LPGA-mótaröðinni lýkur í kvöld þegar lokakeppnisdagurinn á Pelican Women's Championship fer fram. Bein útsending frá honum verður á Stöð 2 Golf. Á sama tíma verður bein útsending frá lokakeppnisdeginum á Houston Open á PGA-mótaröðinni og verður hann sýndur á Stöð 2 Esport. Bein útsending frá Turf-deildinni í Rocket League verður á rafíþróttavef Vísis. Yfirlit yfir beinar útsendingar dagsins: Stöð 2 Sport19.20 Selfoss - Víkingur (Olís deild karla) Stöð 2 Sport 213.50 Króatía - Rússland (Undankeppni HM 2022)16.50 Armenía - Þýskaland (Undankeppni HM 2022)19.35 Spánn - Svíþjóð (Undankeppni HM 2022)21.45 Markaþáttur HM 2022 Stöð 2 Sport 317.20 Barca - Valencia Basket (ACB)19.35 Portúgal - Serbía (Undankeppni HM 2022) Stöð 2 Sport 418.00 Washington - Tampa Bay (NFL)21.20 Green Bay - Seattle (NFL) Stöð 2 Vísir20.30 LA Lakers - SA Spurs (NBA) Stöð 2 Golf18.00 Pelican Women's Championship (LPGA) Stöð 2 Esport18.00 Houston Open (PGA) Vísir.is19.00 Turf-deildin (Rocket League)
NBA NFL Olís-deild karla Golf HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira