Lisa Evans kom West Ham yfir á 19. mínútu og korteri seinna var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Grace Fisk.
West Ham hafði því tveggja marka forystu í hálfleik, en þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum varð Abbey-Leigh Stringer fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og minnka þar með muninn fyrir gestina.
Dagný kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, en það kom ekki í veg fyrir það að gestirnir skildu jafna leikinn. Jöfnunarmarkið kom þegar um tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þar var á ferðinni varamaðurinn Emma Harries.
West Ham situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki, tveimur stigum meira en Reading sem situr sæti neðar.
We share the points.#WHUREA pic.twitter.com/0c8dA4NufI
— West Ham United Women (@westhamwomen) November 14, 2021