Ótrúlegur sigur Hamilton: „Hefur verið ein besta, ef ekki sú besta, helgi ferilsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 21:36 Lewis Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu í dag. Mark Thompson/Getty Images Lewis Hamilton gerði nokkuð sem enginn hafði áður gert í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Brasilíu í dag. Hann var tíundi er kappakstur dagsins hófst en stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að starfsfólk Red Bull hafði bent forráðamönnum Formúlu 1 á að bíll Lewis Hamilton stæðist mögulega ekki reglugerð sambandsins þá fékk hann refsingu. Hann var því tíundi er keppni hófst í Sao Paulo í kvöld. Valtteri Bottas var á ráspól, þar á eftir kom Max Verstappen hjá Red Bull og Carlos Sainz hjá Ferrari var þriðji. Hamilton sýndi hins vegar snilli sína og þaut fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. A race winning move A momentum-swinging move? @LewisHamilton passes @Max33Verstappen on his way to a win in Brazil that keeps his title hopes very much alive #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/4CbdWlOGsS— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 Á endanum stakk hann sér fram fyrir Verstappen og vann þar með kappaksturinn. Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, kom svo þriðji í mark. Fyrir daginn í dag hafði enginn ökumaður byrjað svona aftarlega og staðið uppi sem sigurvegari. Hamilton skráði sig þar með enn á ný í sögubækurnar er hann kom fyrstur í mark. Until today, no driver had won from further back than P8 on the grid at Interlagos @LewisHamilton started P10 today #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/d6d8K9epb3— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 „Þú getur gert allt ef þú leggur þig allan fram. Þessi helgi er sönnun þess. Þessi orrusta fór fram á brautunni og ég gæti ekki verið stoltari af Mercedes og Valtteri Bottas, mínum ótrúlega liðsfélaga. Ég gæti þetta ekki án hans. Við höldum áfram að berjast,“ sagði Hamilton á Twitter-síðu sinni eftir sigur dagsins. YOU CAN DO ANYTHING YOU PUT YOUR MIND TO! This weekend is proof. We fought this battle on the track and I couldn t be more proud of @mercedesamgf1 and my incredible teammate @valtteribottas who I couldn t do this without. EU AMO BRASIL We keep fighting, keep pushing. pic.twitter.com/CBD7QbIt1J— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 14, 2021 Formúla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Eftir að starfsfólk Red Bull hafði bent forráðamönnum Formúlu 1 á að bíll Lewis Hamilton stæðist mögulega ekki reglugerð sambandsins þá fékk hann refsingu. Hann var því tíundi er keppni hófst í Sao Paulo í kvöld. Valtteri Bottas var á ráspól, þar á eftir kom Max Verstappen hjá Red Bull og Carlos Sainz hjá Ferrari var þriðji. Hamilton sýndi hins vegar snilli sína og þaut fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. A race winning move A momentum-swinging move? @LewisHamilton passes @Max33Verstappen on his way to a win in Brazil that keeps his title hopes very much alive #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/4CbdWlOGsS— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 Á endanum stakk hann sér fram fyrir Verstappen og vann þar með kappaksturinn. Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, kom svo þriðji í mark. Fyrir daginn í dag hafði enginn ökumaður byrjað svona aftarlega og staðið uppi sem sigurvegari. Hamilton skráði sig þar með enn á ný í sögubækurnar er hann kom fyrstur í mark. Until today, no driver had won from further back than P8 on the grid at Interlagos @LewisHamilton started P10 today #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/d6d8K9epb3— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 „Þú getur gert allt ef þú leggur þig allan fram. Þessi helgi er sönnun þess. Þessi orrusta fór fram á brautunni og ég gæti ekki verið stoltari af Mercedes og Valtteri Bottas, mínum ótrúlega liðsfélaga. Ég gæti þetta ekki án hans. Við höldum áfram að berjast,“ sagði Hamilton á Twitter-síðu sinni eftir sigur dagsins. YOU CAN DO ANYTHING YOU PUT YOUR MIND TO! This weekend is proof. We fought this battle on the track and I couldn t be more proud of @mercedesamgf1 and my incredible teammate @valtteribottas who I couldn t do this without. EU AMO BRASIL We keep fighting, keep pushing. pic.twitter.com/CBD7QbIt1J— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 14, 2021
Formúla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira