Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu Jóna Bjarnadóttir og Tinna Traustadóttir skrifa 16. nóvember 2021 10:30 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun